Ítalskir fjölmiðlar fjalla í dag um mögulega yfirtöku þýska bílarisans Daimler á Fiat (í. Fabbrica Italiana Automobili Torino). La Repubblica hélt því fram að Daimler hefði boðið 9 milljarða evra í fyrirtækið en Fiat vildi fá 10,5 milljarða evra. Talsmaður Daimler neitaði þessu en sagði að það væri ekkert leyndarmál að allir tali við alla í bílaiðnaðnum. Einnig birtust fréttir í þýsku blaði að Daimler væri að skoða Iveco, sem er vörubílahluti Fiat.