Í fyrsta sinn á árinu minnkaði sala á Mercedes Benz bílum. Í júlí seldust rúmlega 97 þúsund bifreiða en það er 3,1% minnkun frá því í júní. Það sem af er ári hefur Daimler selt rúmlega 750 þúsund Benz bifreiða.

Rekja má minni sölu á bifreiðunum til þess að eftirspurn í Kína eftir lúxusbifreiðum hefur minnkað. Sala í Þýskalandi, einum stærsta bílamarkaði Evrópu, hefur einnig minnkað umtalsvert, eða um 11%.