Þýski bílaframleiðandinn Daimler sem framleiðir m.a. Smart city smábílinn, er nú farinn að stela grimmt markaði af Mazda og Fiat með því að gera leigusamninga við fólk um nýja bíla í stað þessa að selja þá.

Fréttaveitan Bloomberg greinir frá þessu og greinir frá því að Daimler hafi sett á fót þjónustu sem nefnd er „Daimler Car2go service" í borgunum Austin í Texas í Bandaríkjunum og Ulm í Þýskalandi. Verður slík þjónusta set á fót í Hamborg á nýju ári og viðræður eru í gangi við tugi annarra borga í Evrópu og Norður-Ameríku um slíkt hið sama.

„Ég hélt að ég myndi sakna einkabílsins, " segir hinn 33 ára gamli Sam Eder í Austin í Texas sem seldi Mazda Mita bílinn sinn í júní og gerði leigusamning við Daimler í staðin.

„Nú er ég búinn að ná sex mánuðum án þess að eiga bíl og sakna þess ekki nokkurn skapaðan hlut."

Leiga bílaframleiðenda á nýjum bílum Daimler mun einkum keppa við Hertz og Zipcar bílaleigurnar í Evrópu. Talið líklegt að markaðurinn fyrir leigu á bílum tólffaldist á næstu árum og verði komin í 7 milljarða dollara í Evrópu og Norður- Ameríku árið 2016 samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Frost & Sullivan.

Er þessi vöxtur talin endurspegla breytingar á viðhorfi fólks á þrítugs- og fertugsaldir sem telur eignarhald á bílum einkum vera efnahagslegan dragbít og bæta sáralitlu við sjálfsímyndina.