DaimlerChrysler hyggst tryggja sér fjármögnun út á hlut sinn í flugiðnaðarfyrirtækinu EADS án þess að takmarka atkvæðisrétt sinn í fyrirtækinu. Daimler á 22,5% hlut í EADS, en franskir hluthafar eiga jafnstóran hlut og voru því áhyggjur uppi um að ef Þjóðverjar ættu minni hlut, myndi halla á þá í ákvörðunartökum, en fyrirtækið á stóran þátt í efnahag beggja ríkjanna. Samningurinn sem Daimler er að ganga frá er afleiðusamningur, en samkvæmt honum eru 7,5% af arðgreiðslum seldar til utanaðkomandi aðila.