Daiwa Securities segir bagalegt að ekki skuli vera fjallað um fjármögnunarmöguleika eða fjármögnunarkostnað bankanna í skýrslum Moody‘s á endurmati lánshæfismats íslensku bankanna.

Að sama skapi er matsfyrirtækið gagnrýnt fyrir að útskýra ekkert um það hvers vegna Kaupþing er lækkað minna en hinir tveir bankarnir.

Gagnrýni Daiwa er óvægin og sjóðurinn hikar ekki við að skamma Moody‘s fyrir lélega vinnslu á lánshæfismatinu. Þá er sagt að bankarnir hafi farið úr AAA einkunn niður í A-mínus á aðeins 12 mánuðum.

„Vel má vera að þessar fréttir hækki skuldatryggingarálag bankanna en ólíklegt er að áhrifin verði nokkuð meiri í ljósi þess að orðspor Mood‘s beri stöðugt meiri álitshnekki í þessum geira,“ segir í gagnrýni Daiwa.

Daiwa segir íslensku bankana nú vera á sama stað og Fitch og Standard & Poor‘s bankana eftir að lánshæfismatlækkun í gær.

Þá segir að Kaupþing hafi verið í endurskoðun á lánshæfismati frá því í sumar en Glitnir og Landsbanki hafi verið teknir í endurmat undir lok janúar.

Daiwa segir að helsta áhyggjuefni Moody‘s hafi verið lausafjárstaða bankanna og útlánamöguleikar þeirra en ekki hefur verið mikill aðgangur að ódýru fjármagni eins og var fyrir nokkru.