Ray Dalio stofnandi og stjórnarformaður Bridgewater Associates hefur vaxandi áhyggjur af afleiðingum forsetatíðar Donald Trump Bandaríkjaforseta. Segir hann Trump velja hagsmuni hlutans fram yfir hagsmuni heildarinnar og hann velji átök fram yfir samvinnu.

Segir Dalio að þegar Trump standi frammi fyrir valinu á milli þess hvað sé jákvætt fyrir hluta fólks eða heildina og milli samstöðu eða átaka, virðist Bandaríkjaforseti hafa tilhneigingu til þess að velja hluta fólks og átök. „Því betur sem ég fylgist með Donaldo Trump færa sig í átt að átökum frekar en samvinnu, því meira aukast áhyggjur mínar að hann sé að skemma fyrir sjálfum sér og hvaða áhrif það hafi á okkur öll" segir Dalio í færslu sem hann birti á LinkedIn á mánudag.

Dalio sem er 54. ríkasti maður heims virðist vera að átta sig betur á Donald Trump eftir að hafa verið bjartsýn á áætlanir hans um að örva bandaríkst efnahagslíf. Í mars mánuði sagðist hann hafa fleiri spurningar en svör varðandi stöðu forsetans gagnvart popúlisma. Telur Dalio að pólístísk þróun muni skipta sjóðstjóra meira máli en þróun peninga- og fjármálastefnu á alþjóðavísu. Þá sagði hann að ákvörðun Trump um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu væri nýjasta dæmið um hvernig forsetinn nálgast átök.