Ray Dalio stofnandi og forstjóri Bridgewater Associates, hefur miklar áhyggjur af popúlisma. Sjóðir Bridgewater sérhæfa sig í alþjóðlegum fjárfestingum og því reyna sjóðstjórar félagsins að átta sig á öllum lykilbreytum sem haft geta víðtæk áhrif á alþjóðlega þróun í efnahagsmálum.

Dalio birti í dag 81 blaðsíðna skýrslu, sem rekur sögu popúlista í 10 þjóðum. Markmið skýrslunnar er að færa lesendum meira pólitískt innsæi þegar kemur að popúlisma.

Samkvæmt skýrslunni mun popúlismi hafa víðtæk áhrif og því telur Dalio að sjóðstjórar muni þurfa að hafa augun opin fyrir þróun mála. Dalio telur jafnframt að pólitísk þróun muni skipta meira máli fyrir sjóðstjóra en þróun peninga- og fjármálastefnu á alþjóðavísu.