Dalla Ólafsdóttur, dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, hefur verið ráðin í lögfræðideild ASÍ.

Þetta kemur fram á vef ASÍ í dag. Dalla lauk BA prófi  í stjórnmálafræði 2002,  BA prófi í lögfræði 2006  og Mag.jur prófi í júní 2008.  Hún hefur m.a. starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu, Mörkinni lögmannsstofu og Útlendingastofnun.  Dalla hefur störf hjá ASÍ þann 14. september næstkomandi.

Fyrir í lögfræðideild ASÍ er Magnús M. Norðdahl deildarstjóri.