Bandaríkjadalur hefur aldrei verið veikari gagnvart evrunni og fór evran upp fyrir $1,5 í fyrsta skipti vegna aukinna vísbendinga um að Seðlabanki Bandaríkjanna muni halda áfram að lækka stýrivexti til þess að stemma stigu við samdrætti vestanhafs. Fatið af hráolíu hækkaði í kjölfarið yfir 102 dali þar sem veiking dalsins hvatti fjárfesta til þess að kaupa vörur sem eru verðlagðar í Bandaríkjadölum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .