Verð á Bandaríkjadal hefur hækkað á móti Yeni og Evru en eftirspurn eftir Dölum hefur aukist vegna spennu í Miðausturlöndum, segir greiningardeild Glitnis.

? Á ófriðartímum hafa fjárfestar venjulega keypt peningalegar eignir í Bandaríkjadölum t.d. skuldabréf til að tryggja verðgildi á fjármagni sínu. Á slíkum tímum er dalurinn álitinn vera "Safe- haven". Til skemmri tíma má gera ráð fyrir að ófriður muni ríkja og það mun að líkindum styðja við Bandaríkjadal," segir greiningardeildin.

Aftur á móti, ef átökin stigmagnast fyrir botni Miðjarðarhafs, gæti svo að farið að hækkandi olíuverð hafi neikvæð áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum og ýti þar með á lækkun dalsins, að sögn greiningardeildarinnar.