Flestum finnst erlendir gjaldmiðlar dýrir eftir að gengi íslensku krónunnar veiktist árið 2008.

Viðskiptablaðið greindi frá því á laugardag að gengisvísitala krónunnar hafi veikst um tæp 6% frá því í nóvember og hefur ekki verið veikari í tæpt ár.

Þegar skoðuð er þróun á gengi Bandaríkjadals og evrunnar gagnvart íslensku krónunni sést að oft hefur dregið í sundur og sama milli þessa helstu gjaldmiðla heims.

Það kemur eflaust mörgum á óvart að gengi dalsins er svipað nú og í lok nóvember 2001 en þá kostaði dalurinn um 110 krónur. Dalurinn kostar nú tæpar 114 krónur.

Hér má sjá línurit yfir gengi dals og evru gagnvart íslensku krónunni. Evran hefur tvöfaldast í verði frá 1. janúar 1999 meðan dalur er um 60% dýrari.

Gengis USD/EUR frá 1.1.1999
Gengis USD/EUR frá 1.1.1999
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Smelltu á myndina til að stækka hana.  Fengin af vef Íslandsbanka, isb.is.