Hefur Bandaríkjadalur náð botninum? Það virðist í auknum mæli vera skoðun gjaldeyrissérfræðinga að gengi dalsins gagnvart helstu gjaldmiðlum á gjaldeyrismarkaði muni ekki veikjast mikið frá því sem nú er.

Evran náði methæðum gagnvart dalnum 22. apríl síðastliðinn þegar hún stóð í $1,6. En síðan þá hefur dalurinn rétt nokkuð úr kútnum: Við lokun markaða á föstudaginn stóð evran í $1,54 gagnvart dalnum.

Í frétt Financial Times segir að meginástæðuna fyrir þessari þróun megi rekja til aukinna væntinga fjárfesta um að 25 punkta stýrivaxtalækkun seðlabanka Bandaríkjanna í síðustu viku gæti hugsanlega hafa verið sú síðasta í bili.

Fyrir aðeins nokkrum vikum var það ríkjandi skoðun meðal fjárfesta að stýrivextir yrðu lækkaðir í 1% á þessu ári. Betri hagvísar um vinnumarkaðinn og batnandi horfur á fjármálamörkuðum hafa hins vegar dregið úr líkunum á slíkum vaxtalækkunum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .