Gengi Bandaríkjadals fór undir 100 jen í fyrsta skipti í meira en áratug. Fréttir af frekari vandræðum Carlyle vogunarsjóðsins og vaxandi efasemdir um gagnsemi aðgerða bandaríska seðlabankans fyrr í vikunni urðu til þess að auka enn á áhættufælni fjárfesta sem undu ofan stöðu sinni í vaxtamunarviðskiptum. Forsætisráðherra Japans segir þróunina á gjaldeyrismörkuðum „óæskilega“.

Gengishrun Bandaríkjadals náði ákveðnum tímamótum í gær þegar gengi dalsins fór undir 100 jen í fyrsta skipti í tólf ár, jafnframt því að dalurinn sló nýtt met gagnvart evrunni og fór upp fyrir $1,56. Lækkun dalsins skýrðist að hluta til vegna frétta um að fjárfestingasjóðurinn Carlyle Group myndi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar og munu lánardrottnar því ganga að eignum sjóðsins. Auk þess er það nú mat flestra sérfræðinga og fjárfesta að samhæfðar aðgerðir helstu seðlabanka heimsins fyrr í vikunni muni ekki duga til að afstýra samdrætti í bandaríska hagkerfinu - flestir telja samdráttarskeið nú þegar hafið – og áframhaldandi umróti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .