Líkt og í fyrra er söluhæsti sölustaður ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi. Í ár sprengdi búðin þriggja milljarða markið og nam söluaukningin ríflega 200 milljónum króna. Þetta má lesa úr ársskýrslu ÁTVR.

Næstsöluhæsta verslunin er í Skeifunni en þar dróst salan saman um nærri 280 milljónir króna. Minnst seldist hins vegar á Djúpavogi, veigar fyrir 24,2 milljónir króna.

Ársskýrslan gefur einnig glögga mynd af söluhæstu vörunum. Sem fyrr trónir Víking Gylltur á toppnum yfir bjórana en nærri tvöfalt meira seldist af honum en næstvinsælasta bjórnum, Faxe Premium. Ársskýrslan sýnir einnig að léttvín í fernum og beljum er jafnvinsælt og vín í flöskum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .