*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 5. nóvember 2013 18:15

Danadrottning fagnar afmæli Árna Magnússonar

Margrét Þórhildur Danadrottning kemur hingað til lands í næstu viku.

Ritstjórn

Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, kemur til landsins á þriðjudag í næstu viku og mun verða viðstödd dagskrá í tilefni af því að 13. nóvember næstkomandi verða liðin 350 ár frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. 

Fram kemur á vef drottningar að hún verði stödd hér á landi dagana 12.-14. nóvember. 

Stofnun Árna Magnússonar heldur upp á afmæli Árna með ýmsum hætti, s.s. með afmælisfyrirlestri og hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu.