Margrét Þórhildur Danadrottning kemur til landsins á morgun. Hún mun sitja hátíðarkvöldverð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Bessastöðum, annað kvöld.

Að morgni miðvikudagsins 13. nóvember munu sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór afhenda Danadrottningu fyrsta eintakið af tveggja binda verki sínu um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands í 500 ár.

Athöfnin fer fram í Þjóðmenningarhúsinu og þar mun Danadrottning jafnframt skoða handritasýninguna í leiðsögn dr. Guðrúnar Nordal forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar.

Dagskrá Danadrottningar er þétt þá tvo sólarhringa sem hún verður hér á landinu en dagskrána má sjá hér.