*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 18. janúar 2020 16:44

Dánarvottorð sjónvarps

Mikið hefur verið fjallað um breytt fjölmiðlaumhverfi með tilkomu netsins, en þá er einkum horft til prentmiðla.

Andrés Magnússon

Mikið hefur verið fjallað um breytt fjölmiðlaumhverfi með tilkomu netsins, en þá er einkum horft til prentmiðla. Þá gleymist hins vegar að sjónvarp er undir sömu sök selt og er ekki í minni hættu en prentmiðlar.

Að ofan sjást breyttir neysluhættir Breta við skjáinn vel, en þar hefur áhorf á línulega dagskrá sjónvarps dregist ört saman. Það er greinilega aldurstengt, en yngi kynslóðirnar horfa fremur á streymt sjónvarpsefni, bæði á stórum skjáum og litlum, í stofunni og síma. Sú hneigð er svo afgerandi að óhætt virðist að fullyrða að línuleg sjónvarpsdagskrá beri ekkert nema dauðann í sér.