Daníel Gros hagfræðingur var á Alþingi í dag kjörinn aðalmaður í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Magnúsar Árna Skúlasonar, sem sagði af sér úr bankaráðinu, nýverið.

Daníel Gros er tilnefndur í bankaráðið af framsóknarmönnum.

Magnús Árni sagði af sér úr ráðinu eftir að upp komst að hann hefði verið milligöngumaður um gjaldeyrisviðskipti sem hefðu unnið gegn markmiðum Seðlabankans.