*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 28. október 2019 18:04

Daníel sagður á leið til WAB

Daníel Snæbjörnsson, fyrrum yfirmaður leiðakerfis Wow, hættir hjá Icelandair og sagður á leið til WAB.

Ritstjórn
Flugstöð Leifs Eiríikssonar á Keflavíkurflugvelli.
Aðsend mynd

Daníel Snæbjörnsson, sem um árabil hafði umsjón með leiðakerfi Wow air, hefur sagt upp störfum hjá Icelandair. Fréttavefurinn Túristi greinir frá þessu og hefur eftir „áreiðanlegum heimildum“ að Daníel ætli að ganga til liðs við hópinn sem leggi nú drög að stofnun flugfélagsins sem kennt er við WAB. 

„Þar hittir Daníel fyrir fyrrum samstarfsmenn sína í framkvæmdastjórn WOW air, þá Svein Inga Steinþórsson og Arnar Má Magnússon. Þeir þrír voru jafnframt allir hluti af þeim hópi sem koma átti að endurreisn WOW air sem Skúli Mogensen boðaði nokkrum dögum eftir gjaldþrotið í lok mars,“ segir enn fremur í frétt Túrista. 

Fréttavefurinn fékk staðfestingu frá upplýsingafulltrúa Icelandair um að Daníel hafi sagt upp störfum hjá félaginu þar sem hann réði sig til starfa eftir fall Wow. Hins vegar er í fréttinni tekið fram að ekki hafi tekist að fá viðbrögð við þessum vistaskiptum frá Daníel sjálfum né Sveini Inga hjá WAB.

WAB air er skamm­stöf­un fyr­ir We Are Back og var haft var í gríni um fé­lagið við stofn­un þess og er nú vinnu­heiti félagsins, að sögn Sveins Inga Steinþórssonar í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn ágúst. Það verði þó ekki nafn félagsins þegar félaginu verði hleypt af stokkunum, sem í viðtalinu Sveinn Ingi batt vonir við að yrði nú í haust eða vetur.

Stikkorð: Icelandair WOW WAB Daníel Snæbjörnsson