Dómsmálaráðherra Danmerkur vill að landamæraeftirlit verði aukið. Meðal annars stendur til að setja upp skanna sem skoða númeraplötur bíla á landamærunum. Þá verði eftirlit einnig aukið í flugstöðvum. „Við munum ekki taka á móti fólki sem kemur til Danmerkur til að fremja glæpi og við viljum senda sterk skilaboð um að svoleiðis fólk sé ekki velkomið,“ sagði Karen Hækkerup dómsmálaráðherra í fréttatilkynningu.

„Þess vegna munum við gefa lögreglunni ný og áhrifarík tæki. Þannig getur lögreglan brugðist við mansali og fengið ábendingar þegar grunsamlegum farartækjum er ekið inn í Danmörku.“