*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 13. nóvember 2011 09:55

Danir buðu milljarða í Húsasmiðjuna

Tilboðið varla virt viðlits. Húsasmiðjan síðar seld Framtakssjóði Íslands.

Ritstjórn
Steinn Logi Björnsson var forstjóri Húsasmiðjunnar þegar Danir vildu kaupa fyrirtækið.
Hörður Kristjánsson

Ein stærsta byggingarvörukeðja Danmerkur bauðst til þess að greiða Landsbankanum 10 milljónir evra fyrir meirihlutaeign í Húsasmiðjunni í september 2009. Á gengi þess tíma jafngildir það tæpum 1,8 milljörðum króna en 1. september 2009 var álandsgengi evru 178,79 krónur. Þetta staðfestir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta sem þá var forstjóri Húsasmiðjunnar, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir dönsku keðjuna hafa skoðað rekstur fyrirtækisins vandlega og að Danirnir hafi jafnframt haft hug á að eignast Húsasmiðjuna að fullu síðar meir en haustið 2009 hafi markmiðið verið að eignast meirihluta í félaginu.

Þá segir Steinn Logi að Hagar, sem einnig áttu hlut í Húsasmiðjunni, hafi verið samþykkir þessum viðskiptum og að Landsbankanum hafi boðist að vera áfram í hópi hluthafa til þess að tryggja að bankinn fengi meira í sinn hlut þegar verðmæti félagsins ykist á ný. Um fjárfesta úr byggingavörugeiranum var að ræða en ekki fjárfestingarsjóð.

Nánar má lesa um Húsasmiðjuna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.