Beinagrindur eru enn inni í skápum hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum í Danmörku. Þetta fullyrðir Morten Jeppesen, ritstjóri yfir fjármálahluta danska viðskiptadagblaðsins Morten Jeppesen.

Jeppesen segir mikilvægt að stjórnendur bankanna taki til í eigin ranni til að koma í veg fyrir að illa fari fyrir fyrirtækjunum.

Á meðal dæma sem hann nefnir eru innherjaviðskipti í bankakerfinu, há lán stjórnenda til vildarvina, markaðsmisnotkun og og fleira í þeim dúr sem hafi sett mark sitt á fjármálageirann og valdið því að traustið á honum sé afar lítið.

Undir þetta tekur Charlotte Lindholm, formaður Samtaka danskra fjárfesta, og leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsa alla óværu út úr bankakerfinu. Ekki megi taka á því með silkihönskum.