*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 31. maí 2012 14:45

Danir færa stýrivexti nær núllinu

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag. Innstæður í bankanum bera enga vexti.

Ritstjórn

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,15 prósentur í dag. Þeir standa nú í 0,45% og hafa aldrei verið lægri. Vextir á innlánum bankanum er nú endanlega komnir ofan í gólf og fá þau fjármálafyrirtæki sem vilja verja fé sitt í hirslum seðlabankans enga ávöxtun á fé sitt.