Danir og Þjóðverjar hafa hagnast mest fjórtán ríkja Evrópusambandsins á stækkun innri markaðar ESB á árunum 1992-2012, samkvæmt nýrri rannsókn sem fjallað er um í frétt EU Observer.

Rannsóknin sem um ræðir tók til þeirra fjórtán ríkja sem áttu aðild að ESB áður en það stækkaði til austurs árið 2004, fyrir utan Lúxemborg. Þar kemur fram að á þessu 20 ára tímabili jókst landsframleiðsla í Þýskalandi um 37 milljarða evra á ári að meðaltali, sem samsvarar 450 evra tekjuaukningu á hvern Þjóðverja á ári. Tekjuaukning Dana er enn hærri, eða 500 evrur á ári.

Austurríki og Finnland eru í þriðja og fjórða sæti og þar á eftir koma Svíþjóð og Belgía. Það land sem hefur hagnast minnst á stækkun markaðarins er Portúgal með einungis 20 evru tekjuaukningu á ári.