Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Danmörku í gær þar sem kosið var um hvort danir vildu falla frá undanþágum sem Danmörk nýtur á sviði lögreglu og dómsmála. Undanþágurnar fengu Danir fyrir um tveimur árum eftir að hafa hafnað Ma­astricht-sátt­mála sam­bands­ins.

Alls sögðu 53,1% nei, og höfnuðu að gefa undanþágurnar eftir, en 46,9% sögðu já og vildu gefa eftir undanþágurnar. Kjörsókn var 72%.

Lars Lokke Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hvatti kjósendur til að samþykkja að undanþágurnar yrðu gefnar eftir enda snúast þær að hluta til um veita lög­regl­unni og stjórn­völd­um betri vopn í bar­átt­unni gegn glæp­um