Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur sagði hótaði því í dag að Danir myndu beita neitunarvaldi við fjárhagsáætlun Evrópusambandsins árin 2014 til 2020 vegna afslátta annarra aðildarlanda sambandsins.

Ummæli Thorning-Schmidt koma í framhaldi af yfirlýsingu David Cameron í síðustu viku þar sem hann sagði að Bretar myndu hugsanlega beita neiturvaldi gegn auknum útgjöldum ESB.

Bretar fá hæstan afslátt aðildarríkja ESB af framlögum til sambandsins. Má rekja afsláttin til ársins 1984 þegar Margrét Thatcher, sem var skeptísk á veru Bretlands í ESB, samdi um afsláttinn við ráðamenn stærstu aðildarríkja ESB.

Thorning-Schmidt sagði í dag í danska þinginu að Danir krefðust sambærilegra afslátta, ef þeir yrðu á annað borð ekki felldir niður.  Forveri Thorning-Schmidt í embætti, Lars Loekke Rasmussen, gerði sömu kröfu í embættistíð sinni.

David Cameron hefur einnig fylgt í fótspor gamla foringja síns, Margrétar Thatscher, og gagnrýnt Evrópusambandið harkalega. Hins vegar þykir mörgum samflokksmönnum hans hann hafa ekki gengið nógu langt og vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretland gangi úr sambandinu.

Thatcher heimsækir Cameron
Thatcher heimsækir Cameron
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Tuttugu og eitt ár eru síðan Thatcher lét af embætti forsætisráðherra Bretlands.