Seðlabanki Danmerkur, Nationalbank, íhugar nú ósk Íslands um lán frá bankanum.

Þetta staðfestir Karsten Biltoft, talsmaður Nationalbank í samtali við Business.dk í dag. Hann segir að bankinn sé með undir höndum lánabeiðni frá íslenskum stjórnvöldum sem nú sé verið að fara yfir.

Þann 16. maí síðastliðinn var tilkynnt um gjaldmiðlaskiptasamninga milli Seðlabanka Íslands og norrænna seðlabanka, þar á meðal þess danska.

Ísland hefur enn ekki dregið á lánalínuna frá Danmörku en hefur möguleika á 500 milljóna evra láni frá Nationalbank.

Á vef Börsen kemur fram að Ísland sé nú að biðja um hærra lán en það þó engin upphæð sé nefnd í fréttinni.