Telia Danmark, dótturfélag TeliaSonera, hefur keypt Síminn Danmark, dótturfélag Símans í Danmörku. Síminn stofnaði dótturfélagið ytra eftir kaup á tveimur fjarskiptafyrirtækjum í Danmörku árið 2007. Kaupverð er trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu.

Siminn Danmark sérhæfir sig í lausnum á fyrirtækjamarkaði. Tekjur fyrirtækisins námu 83,4 milljónum danskra króna í fyrra. Það jafngildir tæpum 1.750 milljónum íslenskra króna. Um 2.880 fyrirtæki eru í viðskiptum við Síminn Danmark

Í tilkynningu er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að salan sé liður í stefnu fyrirtækisins að einbeita sér að starfseminni á Íslandi og hagræða í rekstri.