Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu og minnkandi ráðstöfunartekjur halda danskir neytendur áfram að kaupa lífrænar vörur en í nýrri skýrslu kemur fram að Danir er sú þjóð Evrópusambandsins sem kaupir mest mest af lífrænum vörum.

Lífrænt
Lífrænt
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Í könnun sem landbúnaðarsamtök í Evrópusambandsríkjunum hafa unnið kemur fram viðskipti með lífrænar vörur hafi numið um 7,2% af heildarveltu í danskri smásöluverslun en það þýðir að hver Dani kaupi lífrænar vörur fyrir hátt í 30 þúsund íslenskar krónur á ári.

„Eins og staðan er nú velta Danir hverri krónu fyrir sér þegar þeir versla inn en ásamt sem áður eru þeir áfram reiðubúnir til þess að greiða meira fyrir lífrænar vörur,“ segir Ejvind Pedersen hjá dönsku landbúnaðar- og matvörustofnuninni. Hann segir að þrátt fyrir erfið ytri skilyrði reikni menn með að tölur um kaup á lífrænum vörum muni verða hærri fyrir bæði árin 2011 og 2012.