Stefnt er að því að halda þjóðarkosningu um upptöku evru í Danmörku innan fjögurra ára. Ný ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur kynnti stjórnarsáttmála sinn í dag. Fyrir sjö árum höfnuðu Danir evrunni með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Anders Fogh Rasmussen segir það skaða hagsmuni Dana til lengdar að taka ekki að fulla þátt í samstarfi Evrópusambandsins, þar á meðal myndtbandalaginu. Einnig verður kosið um fleiri undanþágur sem Danir hafa þáð í Evrópusamstarfinu, svo sem varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja og reglum um innflytjendalög og ríkisborgararétt.

Líkt og árið 2000 benda skoðanakannanir til þess að fleiri séu hlynntir upptöku evrunnar en á móti. Nýjustu kannanir benda til þess að um 51% þjóðarinnar sé fylgjandi upptöku Evru. Í kosningunum árið 2000 höfnuðu Danir hins vegar evrunni með 53% atkvæða.