Danski seðlabankinn hefur lækkað innlánsvexti sína úr -0,2% í -0,35%. Wall Street Journal greinir frá.

Þetta er í annað sinn í þessari viku sem seðlabankinn lækkar vextina, en á mánudag voru þeir lækkaðir úr 0,05% í -0,2% til þess að koma í veg fyrir frekar styrkingu gengis dönsku krónunnar.

Ástæðu þess að vextirnir eru nú lækkaðir aftur má rekja til aðgerða Seðlabanka Evrópu, sem Mario Draghi kynnti á blaðamannafundi í gær.

Þar kom fram að evrópski seðlabankinn muni verja 1.200 milljörðum evra í skuldabréfakaup þar til í septembermánuði á næsta ári, en 60 milljörðum á mánuði, til þess að örva evrópskt efnahagslíf.