Svo virðist sem Danir muni geta haldið áfram að nota kerfi sem bíður upp á A og B hlutdeildarskýrteini í félögum þrátt fyrir að ráðherrar Evrópusambandsins hafi tekið kerfið til skoðunar. Þess má geta að íslenskir fjárfestar í Danmörku hafa gagnrýnt nokkuð þetta kerfi.


Þetta fyrirkomulag hefur lengi verið mönnum þyrnir í augum og Charlie McCreevy, einn af ráðherrum ráðherraráðsins og sá sem fer með málefni innri markaðar, tók málið til skoðunar að því er kemur fram í danska viðskiptadagblaðinu Børsen. Hann hafði hugmyndir um að hlutabréfakerfið danska yrði einfaldað þannig að aðeins yrði ein tegund hlutabréfa.

Í skýrslu sem tekin var saman um málið kemur fram að í öllum þeim 16 löndum sem skoðuð voru hafi verið mismunandi kerfi.