Svenn A.H. Dam, fyrrverandi stjórnarformaður danska fríblaðsins Nyhedsavisen, og Morten N. Nielsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri blaðsins, hafa stefnt Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, útgefanda blaðsins, og tryggingafélaginu Sjóvá vegna starfa Gunnars árið 2006.

Í Morgunblaðinu í dag segir að þeir Dam og Nielsen gerðu árið 2006 hluthafasamning við Dagsbrún um að félagið myndi kaupa hlutabréf þeirra í félaginu keyptu 31. ágúst sama ár á fyrirfram ákveðnu verði. Dagsbrún varð gjaldþrota áður en að því kom. Nyhedsavisen hætti að koma út 2008. Þeir Dam og Nielsen telja Gunnar Smára persónulega bundinn af undirritun umboðsins og því tjóni sem þeir telja sig hafa orðið fyrir.

Dam gerði 65 milljóna króna kröfu í þrotabúið en Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu árið 2011 á þeim forsendum að Gunnar Smári hafi ekki haft umboð stjórnar Dagsbrúnar til að undirbúa hluthafasamninginn.