Meirihluta Dana er tilbúinn til þess að fórna dönsku krónunni og taka upp evruna samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem Greens Analyseinstiut vann fyrir danska viðskiptablaðið Børsen.

Þá er einnig meirihluti fyrir því að Danir verði þáttakendur í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkjanna.

Um 55% svarenda í könnuninni sögðust myndu kjósa með upptöku evrunnar ef kosið væri aftur um það en 38% höfnuðu því.

Umræðurnar um evruna eru nú komnar á fullan skrið en forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, sagði við við þýska fjölmiðla að það yrði aftur kosið um afstaöðu Dana til evrunnar. Ekkert liggur fyrir um hvenær það getur orðið enda þarf Fogh að ná fram samkomulagi við stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar á danska þinginu.

Samkvæmt heimildum Børsen mun rætt um það innan ríkisstjórnarinn að best sé að halda slíka atkvæðagreiðslu nú í desember í ár.