Seðlabanki Danmerkur
Seðlabanki Danmerkur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Danski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,1 prósentustig í dag. Að mati bankans er gengi dönsku krónunnar of sterkt gagnvart evru, en skammtímavextir á evrusvæðinu hafa farið lækkandi og þar með aukið vaxtamun milli landanna. Seðlabankinn ákvað því að bregðast við með lækkun.

Stýrivextir í Danmörku eru nú 1%. Aðalhagfræðingur Sydbank bendir á að þetta er í fyrsta sinn síðan vaxtaákvörðunartækið var tekið upp árið 1982 að vöxtum er breytt á kosningadegi í Danmörku.