Danir freista nú þess að fá innistæðueigendur til þess að taka fjámuni sína út af áhættulausum innistæðureikningum og færa þá í áhættumeiri eignir. Í frétt á vef Bloomberg segir að Danmörk sé það land sem hafi lengsta sögu af neikvæðum vöxtum og því sé reynt á þessa tilraun til þess að fá peninga til þess að vinna betur fyrir samfélagið.

Danir eiga nú um 135 milljarða dala á innlánsreikningum og búist er við að sú upphæð halda áfram að vaxa fram til loka 2017 og slái þar með met.

Brian Mikkelsen, viðskiptaráðherra, segir þó ekki ætlunina að neyða heimili til þess að færa sparnaðinn heldur er um að ræða skattaafslátt. Dönum verður gert kleift að leggja allt að 200.000 danskar krónur (andvirði 3,3 milljóna íslenskra króna) í hlutabréfasjóði. Fjármagnstekjuskatturinn af ávöxtun þessara 200,000 króna verður einungis 17% sem er helmingi lægra hlutfall en fjármagnstekjuskattur er alla jafna.

Þá mun Dönum einnig gefast kostur á að fá skattaafslátt vegna fjárfestinga í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 800.000 dönskum krónum.