Danska ríkisendurskoðunin hefur skilað af sér skýrslu þar sem fjallað er um það  gríðarlega tapa sem varð þegar Danir héldu Eurovision söngvakeppnina í fyrra. Berlinske greinir frá þessu.

Kaupmannahafnarborg, Samtök sveitarfélaga á Kaupmannahafnarsvæðinu, Wonderful Copenhagen og Fasteignafélagið Refshaleøen stofnuðu sérstak félag sem hélt utan um keppnina.

Tap félagsins nam 57 milljónum dkr., um 1,1 milljarði króna. Að auki nam nettókostnaður Danska ríkisútvarpsins um 131 milljón dkr, eða 2,6 milljörðum króna. Samtals kostaði söngvakeppnin Dani því 3,7 milljarða króna.

Að mati dönsku ríkisendurskoðunarinnar voru helstu ástæðurnar fyrir miklu tapi félagsins fjárhagsáætlunin var illa unnin, allt skipulag var lélegt og starfsmenn félagsins kunnu ekki til verka.

Ríkisendurskoðunin skellir skuldinni ekki á Danska ríkisútvarpið, en segir að það hafi tekið mikla áhættu með því að fela fyrirtækinu verkefnið.