Samkvæmt nýjum tölum dönsku hagstofunnar er Danmörk langdýrasta land í Evrópusambandinu en verðlag þar er um 42% hærra en að meðaltali í löndum ESB. Nokkuð langt er í löndin sem koma næst á eftir Danmörk en það er Finnland þar sem verðlagið er 24% hærra en meðaltalið og Svíþjóð með 22% hærra verð. Í Bretlandi er verðlagið eiginlega nákvæmlega í meðallagi en í Þýsklandi er það 4% yfir meðaltalinu. Tekið skal fram að enn dýrara er að búa í EFTA-löndunum Noregi og Sviss en þar er verðlagið 48% hærra en að meðaltali í ESB-löndunum.