Það er víðar en á Íslandi sem farið er að kreppa að.

Þannig  greinir Ekstra Bladet frá því að þeir Danir sem séu með íbúðalán með vaxtabreytingarákvæði nú í desember geti nú sofið rólegar þar sem stjórnvöld, Seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og samband lífeyrissjóða hafa náð saman um lausn sem feli það í sér að menn þurfi ekki að óttast miklar vaxtahækkanir vegna fjármálakreppunnar þegar ákveða á nýa vexti á þessum veðlánum eftir mánuð.

Um leið sé tryggt að lífeyriseigendur og fasteignaeigendur verði ekki fyrir óþarfa skakkaföllum vegna fjármálakreppunnar.

„Björgunarpakkinn“ felur í  sér að gengið verður út frá vaxtaferli sem byggja á forsendum um að lífeyrissjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar.