Danmörk og Búlgaría greiddu atkvæði gegn því að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna makrílveiða þegar Evrópusambandið samþykkti aðgerðirnar á miðvikudag. Nokkur lönd  sátu hjá og var tillagan samþykkt með 268 atkvæðum. Þetta kemur fram dagblaðinu Politiken. 260 atkvæði þarf til að tillaga sé samþykkt með auknum meirihluta.