Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hefur íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkað mun meira en aðrir markaðir á Norðurlöndunum. Sá samanburður er þó þeim annmörkum háður að íslenski markaðurinn hóf lækkunartímabil sitt mun seinna en erlendir markaðir – ekki fyrr en um miðjan júlí 2007.

Kristján Bragason, sem leiðir greiningarteymi Landsbankans fyrir Norðurlöndin, segir að Noregur sé sá markaður sem hafi komið hvað best út af norrænu mörkuðunum. Sem kunnugt er framleiðir Noregur olíu í stórum stíl, og hækkandi olíuverð hefur því jákvæð áhrif á norska hlutabréfamarkaðinn.

„Til skemmri tíma eru líkur á að olíuverð geti lækkað eitthvað frá núverandi verði með tilheyrandi áhrifum á hlutabréfamarkaði þeirra landa sem hafa hingað til hagnast á hækkand verði. Hátt olíuverð og vaxtahækkanir munu draga úr eftirspurn olíu. Lönd á borð við Kina og Indland hafa lengi vel haldið óbreyttu verði til neytenda með niðurgreiðslum, en dragi úr því og verðhækkunum ýtt í auknum mæli á neytendur, mun draga úr eftirspurn til skamms tíma og verð lækka,“ segir Kristján í samtali við Viðskiptablaðið.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .