*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Erlent 29. maí 2020 14:40

Opna landmæri fyrir Íslendinga

Íslenskir, þýskir og norskir ferðmenn fá að ferðast til Danmerkur frá og með 15. júní næstkomandi.

Ritstjórn
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi í morgun.
epa

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti í morgun um landamæri landsins verða opnuð fyrir ferðamenn frá Íslandi, Þýskalandi og Noregi frá og með 15. júní næstkomandi. The Local DK greinir frá. 

Opnun landamæranna felur þó í sér ýmsar takmarkanir en ferðamenn mega til að mynda ekki gista í Kaupmannahöfn en geta farið í dagsferðir og snætt á veitingastöðum höfuðborgarinnar.

Ákvörðunin er talin vera áfall fyrir sænsk stjórnvöld en sænskir ferðamenn eru ekki hluti af opnuninni. Sænskir stjórnmálamenn höfðu fyrir sett pressu á danska ríkið að undanskilja ekki sænska ferðamenn þrátt fyrir hærra hlutfall smita í Svíþjóð. 

„Danmörk og Svíþjóð eiga í nánu sambandi, það mun ekki breytast í framtíðinni,“ sagði Frederiksen á blaðamannafundi í morgun. 

Noregur tilkynnti á sama tíma um opnun landamæra en þó einungis fyrir danska ferðamenn. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í morgun að norsk stjórnvöld eru í viðræðum um sambærilegt samkomulag við Ísland, Finnland og Svíþjóð. „Eins og staðan er núna, þá mun vera erfiðast að finna lausn fyrir Svíþjóð,“ er haft eftir Solberg í morgun.