Streita og þunglyndi er í síauknum mæli skýringin á konur fari fyrr á eftirlaun en ella, að því er danska dagblaðið Politiken greinir frá.

Vitnar blaðið í tölur frá lífeyrissjóðnum PFA Pensioner, sem sýna fram á að stöðugt fleiri konur fái greiddan örorkulífeyri í kjölfar þess að hafa hætt störfum, á þeim forsendum að streita eða þunglyndi hafi riðið starfsgetu þeirra að fullu.

„Vöxturinn er sprengju líkastur,” segir blaðið.

Fjórfaldast á fjórum árum

Árið 2007 fengu 201 kona slíkar greiðslur frá sjóðnum að lokinni sjúkdómslegu í samanburði við 58 árið 2003.

Árið 2007 fengu hins vegar 91 karl slíkar greiðslur í kjölfar geðkvilla af sambærilegu tagi og voru 45 árið 2003.