Væntingar manna í dönsku atvinnulífi til næstu þriggja mánaða hafa ekki mælst minni en nú í febrúar frá árinu 2001. Samsett væntingarvísitala iðnaðar- og þjónustugreina féll úr 6% í -3% að því er kemur fram í frétt Børsen en vísitalan mælir væntingar stjórnenda um framleiðslu, birgðastöðu og stöðu pantana.

„Það er nú að koma fram greinilegri merki um að lausafjárkreppan sé farin að hafa áhrif á raunhagkerfið og þá um leið bein áhrif á útflutning okkar," segir Jakob Legård Jakobsen, aðalahagfræðingur Nykredit.

Steen Bocian, aðalhagfræðingr Danske Bank, segir fallandi væntingar í Danmörku endurspegli óvissuna á alþjóðamörkuðum og þá staðreynd að farið sé að hægja á umsvifum í bandaríska hagkerfinu sem og á evrusvæðinu.