Danmörk er samkeppnishæfasta hagkerfi Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu Lisbon Review sem er á vegum Alþjóða efnahagsstofnunarinnar (e. World Economic Forum). Farið er eftir hinni svokölluðu Lissabon viðmiðun við matið.

Árið 2000 hittust ráðamenn Evrópusambandslandana í Lissabon í Portúgal og lýstu yfir því markmiði að gera Evrópusambandið að samkeppnishæfasta og kraftmesta hagkerfi í heimi grundvallað á þekkingu, þar sem væri sjálfbær hagvöxtur með fleiri og betri störfum og meiri félagslegri samlögun. Hinar stjórnmálalegu og efnahagslegu umbætur fengu nafngiftina "Lissabon áæltunin".

Í næstu sætum á eftir Danmörku koma Finnland, Svíþjóð, Holland, Þýskaland, Bretland, Austurríki og Lúxemborg. Pólverjar verma botnsætið og hin hugsanlegu aðildarlönd Króatía og Tyrkland hefðu lent fyrir ofan þá. Ítalía er í næstneðsta sæti, fyrir neðan Grikkland og nýju aðildarlöndin.