Ríkisstjórn Danmerkur metur nú hvaða aðgerða hún mun grípa til í því skyni að setja aukið eigið fé inn í banka landsins, að því er Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra segir í viðtali við Børsen í dag. Fogh lýsir í viðtalinu miklum áhyggjum af því að góð og vel rekin fyrirtæki eigi í erfiðleikum með að fá lánsfé og að þetta geti aukið á efnahagserfiðleikana.

Fogh segir þetta brýnasta verkefnið í dönsku efnahagslífi og segir ríkisstjórnina aðeins hafa fáeinar vikur til að leysa vandann.