Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Danmerkur sagði í dag í viðtali við Bloomberg að danska stjórnin væri jákvæð fyrir sölu á 14,3% hlut sínum í  Scandinavian Airlines (SAS).  Hann sagði að ef gott tilboð kæmi í eignarhlut ríkisins væri stjórnin tilbúin að ræða það.

Peter Falk-Sørensen, sérfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu Dansk Aktie Analyse, sagði í dag í samtali við Börsen að hann mælti með því að ríkið seldi hlut sinn í SAS nú, ætli það á annað borð að selja. Að mati Falk-Sørensen er verð á hlutabréfum hátt þessa stundina.