Danska úrvalsvísitalan C-20 í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkaði um 0,8% í dag. Við þetta fór vísitalan í 728,4 stig. Þetta er nokkuð sögulegt skref en vísitalan hefur aldrei áður sést á þessu slóðum.

Danska dagblaðið Börsen fjallar um málið og bendir á að gengi hlutabréfa sem myndi vísitöluna hafi hækkað nokkuð í dag. Ástæðan fyrir gengishækkun stöku félaga sé ánægja fjárfesta með uppgjör þeirra. Gengi nokkurra félaga lækkaði hins vegar á móti í kjölfar lélegra uppgjöra.