Danske Bank er í meginatriðum sterkur og góð langtímafjárfesting, en í núverandi ástandi þar sem óvissa er um alla banka, beinist athyglin að útlánatöpum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kaupthing um Danske Bank.

Þar segir að samruni bankans við SEB (Skandinaviska Enskilda Banken) sé vænlegur og sé skynsamlegur til langs tíma. Saman yrðu bankarnir sterkari, samkeppnishæfari og myndu skila meiri arðsemi.

Þar segir að samruninn ætti að eiga sér stað innan 1-2 ára.

Þá segir í skýrslunni að nýr björgunarpakki danska ríkisins komi til með að styrkja eigið fé Danske Bank um 25 milljarða danskra króna. Skýrsluhöfundar telja mestu áhættuna í rekstri bankans snúa að auknum útlánatöpum og telja einnig að um 10% starfsmanna bankans verði sagt upp á næstunni.