*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 8. júlí 2018 18:17

Danske Bank sakaður um peningaþvætti

Danski bankinn Danske Bank er sakaður um að hafa aðstoðað við að þvo tæplega 890 milljarða króna í gegnum dótturfélag í Eistlandi.

Ritstjórn

Danski bankinn Danske Bank er sakaður um að hafa aðstoðað við að þvo tæplega 890 milljarða króna í gegnum dótturfélag í Eistlandi. Mbl greinir frá þessu.

Rasmus Jarlov, viðskiptaráðherra Danmerkur, segir að þetta mál varpi skugga á allt fjármálakerfi Danmerkur og að Fjármálaeftirlitið sé að fara yfir upplýsingar um málið. Fjármálaeftirlit Eistlands er að aðstoða Fjármálaeftirlit Danmerkur við rannsókn málsins.

Stjórnendur Danske Bank telja að of snemmt sé að fullyrða um peningaþvættið í Eitlandi og segja að málið sé í rannsókn innan bankans sem og utan hans. Þeir viðurkenna þó að að eftirlit með dótturfélaginu í Eistlandi hafi verið ábótavant. Loks segja þeir að niðurstöðu innri rannsóknar bankans sé væntanleg í september.

Undanfarið ár hefur hlutabréfaverð í Danske Bank fallið um tæp 25% í kauphöll Kaupmannahafnar.  

Stikkorð: Danmörk Danske Bank Eistland